3.8.2007 | 17:24
Stóra verslunarmannahelgarlægðin
Sem betur fer ætlar ekki að verða eins mikið úr þessari "verslunarmannahelgarlægð" og leit út í fyrstu. Ég veðurfréttanördinn hef verið að fylgjast með lægðinni undanfarna daga á öllum hugsanlegum veðurfréttavefum af þvílíkum áhuga en nú lítur þetta alveg prýðilega út, allavega fyrir okkur sem ætlum að dvelja í Skorradalnum um helgina. Í dag verður reist heljarmikið veislutjald á flötinni á svæði 2 og eftir varðeldinn og sönginn í brekkunni á laugardaginn verður fjölmennt í tjaldið þar sem undirritaður og Bjarni Ara ætlum að leika og syngja fyrir ábúendur á Vatnsendasvæðinu. Klæðum okkur bara eftir veðri og höfum gaman af þessu. Og ef þú þaft að drekka og keyra, drekktu þá bara Pepsi.
Athugasemdir
best að drekka þá Pepsí Max..........bið að heila Pepsí Max vinkonu minni....vona að þið hafið það sem allra best í sveitinni
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 03:25
Góða skemmtun
Einar Bragi Bragason., 6.8.2007 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.