5.11.2007 | 23:04
Aldarminning
Fyrir nokkrum dögum komum við saman stórfjölskyldan og áttum saman yndislega stund er við minntumst formóður okkar Signýjar Benediktu Gunnarsdóttur ljósmóður frá Höfn í Hornafirði. Við heiðruðum minningu hennar í tali og með myndum og tónum. Það var hún amma Signý sem kenndi mér fyrstu nóturnar við píanóið á Þinghólnum og hvatti mig til að læra tónlist. Hún var glæsileg, smekkleg og eftirminnileg kona. Ég finn það betur með aldrinum hvað hún hefur haft sterk áhrif á okkur afkomendur sína. Blessuð sé minning hennar.
Athugasemdir
Þú ert sem sagt á lífi..........þú skilur skotið he he
Einar Bragi Bragason., 6.11.2007 kl. 00:11
Til hamingju með árangurinn í kvöld ...
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2007 kl. 21:36
Takk fyrir það Gunnlaugur. Siggi Hannesar átti þó mestan heiðurinn af þessum ágæta árangri okkar svo og Lena Hrönn sem með miklu harðfylgni náði bjöllunni í nokkur skipti þó svo keppinautur hennar hafi mætt í þar til gerðum skóbúnaði fyrir kapphlaupið. Nú taka við hjá undirrituðum þrotlausar æfingar í "actionary" fram að næstu lotu . . . ; )
Grétar Örvarsson, 10.11.2007 kl. 00:03
Skörp kona greinilega og frábær kennari
S.s. henni að þakka að landinn eigi svona frábæran tónlistarmann
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.