22.2.2008 | 13:00
Úrslitin ráðast á morgun.
Stemningin í Eurovision er að ná hámarki og þjóðþekktir einstaklingar farnir að spá í úrslitin og sumir hverjir farnir að taka þátt í skipulagðri markaðssetningu eins lagsins í keppninni. Ég hef nú séð ýmislegt í kringum þessa forkeppni í gegnum árin en ekkert í líkingu við það sem á sér stað þessa dagana og þeir sem vilja keppa um þetta á jafnréttisgrundvelli átta sig eðlilega ekki á hvaða leikreglur eru í gangi þetta árið, ef þær eru þá nokkrar. Og nú er það mat nokkurra af helstu eurovision-spekingum landsins að valið standi á milli hóps kraftlyftingamanna sem hafa í liði sínu unga söngkonu og síðan forsprakka Eurobandsins þeirra Friðriks og Regínu. This is my life eða hey hey hey. En gleymum því ekki að það eru 8 góð lög í úrslitum með frábærum flytjendum sem munu bítast um atkvæðin. Ég tek undir með ónefndum eurovision-spekulant sem telur að úrslitin muni ráðist af því hvernig lögin verða flutt á morgun og hvetur fólk til þess að ákveða sig ekki fyrr en eftir þann flutning þegar það mun koma í ljós hverjir ráða við slíkt og er treystandi til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar og vera okkur til sóma í Serbíu.
Athugasemdir
Er það ekki bara eitt lag enn og enn og enn og aftur
Einar Bragi Bragason., 22.2.2008 kl. 23:36
Sammála þessu Grétar. Það eru 8 lög að keppa en ekki 2. Mér finnst lagið hennar Fabúlu koma sterkast inn. Mjög töff, en á það séns? Kemur í ljós.
Matti sax, 23.2.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.