Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2008 | 13:00
Úrslitin ráðast á morgun.
Stemningin í Eurovision er að ná hámarki og þjóðþekktir einstaklingar farnir að spá í úrslitin og sumir hverjir farnir að taka þátt í skipulagðri markaðssetningu eins lagsins í keppninni. Ég hef nú séð ýmislegt í kringum þessa forkeppni í gegnum árin en ekkert í líkingu við það sem á sér stað þessa dagana og þeir sem vilja keppa um þetta á jafnréttisgrundvelli átta sig eðlilega ekki á hvaða leikreglur eru í gangi þetta árið, ef þær eru þá nokkrar. Og nú er það mat nokkurra af helstu eurovision-spekingum landsins að valið standi á milli hóps kraftlyftingamanna sem hafa í liði sínu unga söngkonu og síðan forsprakka Eurobandsins þeirra Friðriks og Regínu. This is my life eða hey hey hey. En gleymum því ekki að það eru 8 góð lög í úrslitum með frábærum flytjendum sem munu bítast um atkvæðin. Ég tek undir með ónefndum eurovision-spekulant sem telur að úrslitin muni ráðist af því hvernig lögin verða flutt á morgun og hvetur fólk til þess að ákveða sig ekki fyrr en eftir þann flutning þegar það mun koma í ljós hverjir ráða við slíkt og er treystandi til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar og vera okkur til sóma í Serbíu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2007 | 23:04
Aldarminning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2007 | 21:03
Anger management
Lögreglan í Kópavogi er greinilega ekki í vandræðum með úrlausnir á hinum ótrúlegustu uppákomum. Nú bjóða þeir upp á þjónustu sem hægt væri að flokka undir "anger management" Það er einfaldleg keyrt með þig í Heiðmörkina og þú látinn öskra úr þér reiðina og þá átt þú að sofna á eftir eins og ungabarn. Mér fannst þetta alveg frábært hjá þeim.
Kíkið á greinina :
http://www.visir.is/article/20071019/FRETTIR01/71019003
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2007 | 14:19
Bush fékk að vita af málinu . . .
Flaug með virkar kjarnorkusprengur yfir þver Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.9.2007 kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 20:46
Ó, ó, óbyggðaferð . . .
Tek það fram að myndin hér til hliðar var ekki tekin í uræddri ferð heldur er fengin að láni af veraldarvefnum, tekin rétt fyrir utan Moskvu borg og af annari fjölskyldu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2007 | 03:22
Elvis lifir
Við hjónin fórum á stórskemmtilega tónleika í Salnum í gærkvöldi sem hinn frábæri ungi söngvari Friðrik Ómar stóð fyrir í tilefni að þrjátíu ár eru liðin frá því Elvis Presley lést á heimili sínu "Graceland" í Memphis Tennessee. Það var valin maður í hverju rúmi í hljómsveitinni og 3 gullfallegar bakraddasöngkonur sem fengu einnig að spreyta sig á völdum Elvis-lögum. Margrét Eir vakti t.d. mikla lukku með frumlegan flutning sinn og Róberts Þórhalssonar bassaleikara á laginu "devil in disquise" Björgvin Halldórsson átti líka kröftuga innkomu á tónleikana og greinilegt hver hefur verið einn af hans áhrifavöldum. Bandið var mjög þétt og hljómurinn í salnum hentugur fyrir slíka tónleika þó að sætin mættu auðvitað vera fleiri, en uppselt var á tvenna tónleika í gær og fjölmargir á biðlista. Þó svo að aðalsöngvari kvöldsins hafi ekki einu sinni verið fæddur þegar rokkgoðið féll frá aðeins 42 ára gamall, þá kunni Dalvíkingurinn knái þetta allt upp á hár og túlkaði lögin á sinn hátt án þess að vera nokkuð að herma eftir söng Elvis . Friðrik er líka mjög mikill húmoristi og það setti skemmtilegan blæ á tónleikana hversu vel hann kom fyrir sig orði við kynningar laga og á listamönnum kvöldsins, þá ekki síst gerir hann oft grín að sjálfum sér og það var mikið hlegið í salnum í gærkvöldi. Elvis hafði mikil áhrif á margan hátt og er einn stærsti tónlistarmaður í sögu rokksins. Ég vil þakka Friðriki Ómari fyrir þetta frábæra framtak í virðingarskyni við kónginn og hvet hann til að endurtaka tónleikana sem allra fyrst í stærra húsi.
Ekkert hafði raunveruleg áhrif á mig fyrr en ég heyrði í Elvis. Ef Elvis hefði ekki komið til hefðu Bítlarnir aldrei orðið til. -John Lennon
Bloggar | Breytt 19.8.2007 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2007 | 00:06
Ung og efnileg söngkona
Bloggar | Breytt 17.8.2007 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.8.2007 | 22:25
Hvar var allt fólkið ?
Bloggar | Breytt 8.8.2007 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 17:24
Stóra verslunarmannahelgarlægðin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 13:51
Kaupstaðarferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)