11.8.2007 | 00:06
Ung og efnileg söngkona
Hún fór nú bara með vélinni seinnipartinn í dag hún Gréta mín og ég strax farinn að sakna hennar. Þessi yndislega og fallega dóttir mín er að láta einn af draumum sínum rætast og byrjar í söngnámi "complete vocal technique" hjá Cathrine Sadolin í Kaupmannahöfn núna í ágúst. Hún hefur svo sem ekkert verið að flíka þessum sönghæfileikum sínum og alltaf verið frekar feimin að leyfa pabba sínum að heyra í sér (nema þegar hún lætur pabba sinn heyra´ða) En í gærkvöldi hélt hún kveðjuhóf fyrir vini og kunningja og þá steig mín á sviðið og söng svona yndislega fyrir okkur. Ég er hreykinn af þér elsku Gréta Karen mín og hlakka til að kíkja í heimsókn til þín í haust.
Athugasemdir
Æj..elsku pabbi minn hvað þetta var nú sætt hjá þér..
Þið eru yndislegir foreldrar..Og sakna ykkar líka nú þegar:(
Komið bráðum í heimsókn..íbúðin mín er æðisleg og þetta hverfi alveg frábært..
Frábær Köben kveðja frá litlu stjörnunni ykkar:) Love you:)
Ps.Viltu svo setja aðra mynd...þessi er hræðileg:) hehehe
Gréta Karen (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 15:49
heppin ertu Grétar að eiga hana. Og hún greinilega líka að eiga ykkur
Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 15:24
Já hún er sko flott stelpan ykkar...til hamingju með hana! :)
Inda Hrönn (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:55
Grétar sæll hvaðan skyldi hún nú hafa þessa söngrödd?
Eiríkur Harðarson, 14.8.2007 kl. 01:11
Sæll Eiríkur, hún hefur þetta auðvitað allt frá móður sinni, fegurðina og röddina ; )
Grétar Örvarsson, 14.8.2007 kl. 02:31
Hvernig væri að við tveir tækjum upp létt hjal næst þegar við hittumst. Trúlega myndir þú hitta mig, því að ég er ferlega blindur á að sjá inn í bíla.
Eiríkur Harðarson, 14.8.2007 kl. 03:01
Flott hjá henni ......... it runs in the family
Einar Bragi Bragason., 16.8.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.