17.8.2007 | 03:22
Elvis lifir
Viđ hjónin fórum á stórskemmtilega tónleika í Salnum í gćrkvöldi sem hinn frábćri ungi söngvari Friđrik Ómar stóđ fyrir í tilefni ađ ţrjátíu ár eru liđin frá ţví Elvis Presley lést á heimili sínu "Graceland" í Memphis Tennessee. Ţađ var valin mađur í hverju rúmi í hljómsveitinni og 3 gullfallegar bakraddasöngkonur sem fengu einnig ađ spreyta sig á völdum Elvis-lögum. Margrét Eir vakti t.d. mikla lukku međ frumlegan flutning sinn og Róberts Ţórhalssonar bassaleikara á laginu "devil in disquise" Björgvin Halldórsson átti líka kröftuga innkomu á tónleikana og greinilegt hver hefur veriđ einn af hans áhrifavöldum. Bandiđ var mjög ţétt og hljómurinn í salnum hentugur fyrir slíka tónleika ţó ađ sćtin mćttu auđvitađ vera fleiri, en uppselt var á tvenna tónleika í gćr og fjölmargir á biđlista. Ţó svo ađ ađalsöngvari kvöldsins hafi ekki einu sinni veriđ fćddur ţegar rokkgođiđ féll frá ađeins 42 ára gamall, ţá kunni Dalvíkingurinn knái ţetta allt upp á hár og túlkađi lögin á sinn hátt án ţess ađ vera nokkuđ ađ herma eftir söng Elvis . Friđrik er líka mjög mikill húmoristi og ţađ setti skemmtilegan blć á tónleikana hversu vel hann kom fyrir sig orđi viđ kynningar laga og á listamönnum kvöldsins, ţá ekki síst gerir hann oft grín ađ sjálfum sér og ţađ var mikiđ hlegiđ í salnum í gćrkvöldi. Elvis hafđi mikil áhrif á margan hátt og er einn stćrsti tónlistarmađur í sögu rokksins. Ég vil ţakka Friđriki Ómari fyrir ţetta frábćra framtak í virđingarskyni viđ kónginn og hvet hann til ađ endurtaka tónleikana sem allra fyrst í stćrra húsi.
Ekkert hafđi raunveruleg áhrif á mig fyrr en ég heyrđi í Elvis. Ef Elvis hefđi ekki komiđ til hefđu Bítlarnir aldrei orđiđ til. -John Lennon
Athugasemdir
FLott hjá Frómar
Einar Bragi Bragason., 19.8.2007 kl. 21:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.